6.5.2008 | 17:58
Smá fréttir af mér
Jæja allt er nú lífið að taka á sig sýna réttu mynd
búinn að fá vinnu og byrjaður
veikindin að baki og bara bjartsýnn og hress
fer að vinna í sumar á KAFFI FLÓRU Í GRASAGARÐINUM og líst ekkert smá vel á það
vinnuandi góður fagmennskan í fyrirrúmi mikill lærdómur fyrir mig og akkúrat það sem mig langar að gera ;)
búinn að vinna þar smá í að undirbúa veislur og vitið hvað ég er bara rosa klár og fljótur að læra
svo um síðustu tók ég að mér að skreyta einn sal fyrir fermingarveislu og hvað haldið þið þó ég segi sjálfur frá hef ég aldrei séð eins flott skreyttan sal
en blogga meira næstu daga
Lífið er dásamlegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.4.2008 | 15:45
Hollvinir Hallargarðsins hittast við Fríkirkjuveginn
Hollvinir Hallargarðsins hittast við Fríkirkjuveginn mynd Fríkirkjuvegur 11. Á morgun sunnudaginn 20. apríl kl. 13 verða stofnuð Hollvinasamtök Hallargarðsins. Undirbúningshópurinn hafði auglýst opið hús að Fríkirkjuvegi 11 kl. 13-14 en síðdegis á föstudegi bárust boð um að búið væri að banna borgarminjaverði að sýna húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Reynt verður að fá Ólaf F. Magnússon borgarstjóra til að breyta þessari ákvörðun. Í garðinum verður stutt dagskrá þar sem m.a. Nikulás Úlfar Másson, formaður Húsafriðunarnefndar flytur ávarp, íbúi við garðinn segir frá lífinu í Hallargarðinum og Jón H. Björnsson, sem hannaði garðinn sem almenningsgarð veitir leiðsögn um hann. Fundarstjóri verður Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur. Hollvinir Hallargarðsins eru hvattir til að fjölmenna kl. 13 á morgun við Fríkirkjuveg 11. Boltar og börn velkomin!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2008 | 08:38
Gott hjá Sturlu styð þá heilshugar
Styð heilshugar þessar aðgerðir
finnst alltaf svolítið skrítið þegar fólk sem talað er við segist styðja þessar aðgerðir en þær ættu samt ekki að bitna á mér
og svo þegar fólk er á móti aðgerðum sem þessum því þær lendi bara á saklausu fólki ekki þeim sem ráða þá dettur mér í hug á hverjum hafa verkföll kennara lent í gegn um tíðina voru það launagreiðendur ?
Nei það voru saklausir nemendur
Ráðamenn vakni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.3.2008 | 18:22
Skilaboðaskjóðan
ja þarna er kannski komin vandi ríkisstjórnarinnar annar helmingurinn sendir hinum ályktun kannski ekkert talað saman
Græn skilaboð flokksstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.3.2008 | 15:40
????
Og hvaðan er fréttin kominn ?
það vantar alveg að geta þess hvernig hún varð til
Bara að velta þessu fyrir mér með þessa óprúttnu sem verið hefur rætt um
annars bara kveðja héðan
P.s. sá inn á vísir .is að lóan er komin,þá getum við öll sungið krónan er farin og lóan er komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2008 | 16:31
Getur það verið ?
Getur það verið að Ríkisstjórnin viti ekki af þessu það heyrist ekkert frá neinum þar á bæ
Bara datt svona í hug að það væru flestir úr ríkisstjórninni í útlöndum
Bara hugmynd
Áframhaldandi umferðarskærur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2008 | 11:05
Pabbi minn er 90 ára í dag
Já í dag er stór dagur hann fósturfaðir minn er 90 ára í dag
Sem sagt fæddur 18 mars 1918 frostaveturinn mikla
Hvað get ég sagt annað en ELSKU PABBI TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN OG TAKK FYRIR ALLT
þegar ég var 3.ja ára fór ég í fóstur vestur í Ísafjarðardjúp til ömmusystur minnar og mansins hennar í fóstur.
Ekki man ég nú mikið eftir þeirri ferð nema smá af flugferðinni.
Í Miðhúsum fékk ég gott og kærleiksríkt uppeldi og það merkilega er að mér finnst hann pabbi ekkert hafa breyst allan þennan tíma.
Rólegur hæglætismaður með fallegt bros og bara yndislegur maður.
Árin í Miðhúsum voru mér góð á allan hátt og hafa reynst mér vel sem veganesti út í lífið þó ég hafi ekki alltaf farið eftir því sem ég lærði þar,þá kom að því að ég þroskaðist nó til að kunna að meta og notfæra mér það sem mitt góða og fallega uppeldi gaf mér.
Það hefur verið mér umhugsunarefni núna þegar umræðan hefur staðið sem hæst um fóstur heimili og uppeldisstofnanir sem voru til á þessum tíma hversu einstaklega ég var heppinn að fara í Miðhús.
Þar fékk ég yndislega fósturforeldra og 5 fóstursystur ;) JÁ ÉG VAR OG ER RÍKUR MAÐUR
Þegar ég hugsa til baka finn ég kærleika og góðar tilfinningar til þessa tíma og ég er þakklátur og einstaklega heppinn maður að hafa fengið að alast upp með því fólki og í því umhverfi sem ég fékk
Elsku Pabbi til hamingju með daginn og ég hugsa mikið til þin
Kveðja Siggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.3.2008 | 21:01
Allur á skjön við efnahagslífið
Já ég er sko allur á skjön við efnahagslífið í landinu er allur á uppleið
Semsagt kominn heim eftir niðurskurð kominn með aukahlut í hálsliðina og nýtt og betra líf
já þetta er stórkostlegt hvað mér líður betur núna og er bara að vinna í því að jafna mig
Takk fyrir kveðjurnar frá ykkur
Siggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.2.2008 | 09:53
Mannleg mistök aðgerð frestað en gleymdist að láta sjúklinginn vita
Jæja hér er ég enn.
Mætti samt galvaskur á deild b6 kl 7.45 í morgun eftir andvöku nótt í kvíðakasti og Tekið var á móti mér og ég fékk spítalabúning og sótthreinsunar sturtan var búinn ég búinn að fá stofu og rúm og var að fara upp í rúmið þegar það kom í ljós að aðgerðinni hafði verið frestað og gleymdist að láta sjúklingin vita það reyndar var annar nafni minn þarna mættur sem átti að fara í aðgerð Sem betur fer mætti hann því ég var kominn á stofuna hans og á leið í rúmið hans og hefði sennilega farið í aðgerðina hans líka ef hann hefði að einhverjum orsökum forfallast sem hefði ekki verið gott því hann var ekki að fara í eins aðgerð og ég
Mannlegum mistökum var borið við og trúi ég því alveg en það minkar ekkert svekkelsið yfir að þurfa að bíða fram á föstudag og aftur fasta og allt það.
getur verið að álagið á starfsfólki sjúkrahúsanna sé of mikið ? bara svona að velta því fyrir mér
þar sem mér finnst sjúklingur ekki aukaleikari í aðgerð þannig að það er slæmt ef hann er ekki látinn vita af breytingum á aðgerðardegi
en ég sem sagt verð skorinn þann 29 febrúar reyndar flott dagsetning
en ætla að fara að leggja mig núna
Hafið það sem best og takk fyrir góðar óskir þær fylgja mér fram á föstudag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar