Horfin vinur

Góðan dag

Í dag ætla ég að láta hugann reika aftur í tíman

ástæða þess er að ég ætla að fylgja fyrrum samstarfsfélaga til grafar

Hann hét Halldór Sveinbjörnsson

Við unnum saman hjá Á.T.V.R. á Ísafyrði 1982 þá var ég aðeins 21 árs og hann gamall maður að mér fannst þá Smile

Oft var gaman hjá okkur í vinnunni og mikið spjallað Dóri eins og ég kallaði hann og Jónatan sem þá var útsölustjóri þar voru góðir við strákpjakkinn og Tóku mér vel,ekki vorum við alltaf sammála en málin voru rædd og alltaf fundin flötur á þeim sem við gátum sæst á

Og held bara að þetta hafi verið eitt besta tímabil sem ég hef átt í vinnuferlinum.

Ja eins og ég segi var mikið spjallað og margt lærði ég  af Halldóri sem ég hef getað nýtt mér eitt er mér mjög minnistætt það var þegar hann sagði að það borgaði sig ekki að segja"GERÐU EINS OG ÉG SEGI EN EKKI EINS OG ÉG GERI" HELDUR VÆRI BETRA AÐ SEGJA SVONA GERI ÉG ÞETTA ÞAÐ VÆRI KANNSKI GOTT HJÁ ÞÉR AÐ GERA ÞAÐ EINS Smile ORÐ SEM ÉG HEF REYNT AÐ TILEINKA MÉR .

Já Halldór sagði mér margar sögur frá fyrri tímum og naut ég þess að hlusta á hann

og hann kenndi mér svo margt.

eftir að við báðir vorum fluttir suður rakst ég stundum á hann á Eiðistorgi og heilsaði hann mér alltaf jafn hlýlega sennilega hef ég alltaf verið strákpjakkurinn í hans huga en það var líka bara notalegt.

Nú kveð ég þennan vin og fyrrum samtarfsfélaga með virðingu og vináttu í huga

Ég votta aðstandendum hans og vinum mína dýpstu samúð

Sigurður Hólmar Karlsson 


Smá blogg

Góðan dag

Eitthvað gengur nú erfiðlega að ráða bug á bloggletinni en bæti úr því hér Wink

 það er annars allt bara í rólegheitum á þessum bæ,lítið að frétta

Er enn að bíða eftir úrskurði með brjósklosið verð ég skorinn eða ekki og er stundum orðin svolítið mikið pirraður á því að geta ekki unnið vegna þess.

en stendur allt til bóta næsta myndataka 23 jan og eftir það er tekinn ákvörðun um framhald.

Reyni að láta tíman líða með að lesa blogg, horfa á dvd og lesa bækur

það er samt erfitt að halda glaðlyndinu við þegar maður er ekki úti á meðal vinnandi fólks og er hættur að nenna að að hitta fólk því það er svo algengt að spurt sé og hvað ert þú að gera (eðlileg spurning )en leiðigjörn þegar svarið er ég er í veikindafríi vegna  brjósklos í hálsi.

Jæja hættur að væla í dag

Hafið góðan dag

kv Siggi 


átak vegna bloggleti ;)

Þetta gengur náttúrulega ekki að blogga ekkert ,eins mikilvæg persóna sem ég er LoL

Þannig að það er best að setja hér inn eitthvað .

Vaknaði glaður og hress í morgun úthvíldur og í miklu hreinlætis stuði LoL

settist svo við tölvuna meðan það leið hjá Cool

Og las blogg vina og vandamanna það er alltaf gaman.

Hef nú hugsað um að blogga ekki um fréttir eða pólitík því það er eitthvað sem ég nenni ekki að ergja mig yfir Blush

En að reyna að hafa jákvætt blogg og uppbyggjandi Cool

 

Í dag.

Dagurinn í dag er dagurinn þinn.

Þú getur gert við hann hvað sem þú vilt

Gærdaginn áttir þú.

Honum getur þú ekki breytt.

Um morgundaginn veist þú ekki neitt

En daginn í dag átt þú.

Gefðu honum allt sem þú megnar

Svo einhver finni í kvöld

að það er gott að þú ert til

A rosenbladt.

 

kveðja

Siggir 

Hafið góðan dag og gangið hægt um gleðinnar dyr


Leikhús

Gerðist menningarlega sinnaður brá undir mig betrifætinum og skrapp í Borgarleikhúsið

ásamt manni mínum og systur.

sáum viltu finna miljón.

hreint út sagt frábært stykki og góðir leikarar.

hló mikið og og naut verksins og ekkert hægt út á það að setja

Takk stóra systir að drífa mig með þér.

Annars er bara allt við það sama hér og ekkert markvert til að blogga um

þó kvartað sé undan fáum færslum er heillin ekki virkur þessa dagana hehe

kveðja Siggi 


Til Hamingju Margrét

Já þetta er ég ánægður með og vil bara óska Margréti til hamingju með starfið og veit að hún mun sinna því vel

Og þekki kannski vel til mála þar sem Frímann afabróðir minn starfaði lengi þar Wink

En verð að segja að þarna er komin baráttukona sem er þekkt af því að láta málefni þeirra sem misstigið hafa sig  eða minna mega sín  til sín taka

 

 


mbl.is Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla-Hrauns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin kvödd

Jæja þá er jólaskrautið komið ofaní kassa og jólaumstangið búið.

Bara eftir að ná af sér aukakílóunum sem verður hreint ekki auðvelt eftir allt þetta át sem á manni var.

en mikið líður mér alltaf vel eftir að jólaskrautið er farið eins og ég hlakka til að taka það upp og skreyta, þá finnst mér alltaf svo gott þegar það er búið að pakka því niður þá er allt svo fínt og hreint finnst mérWink en annars allt gott af þessum bæ Grin

kveðja Siggi 


Hvað er að ?????

Hvernig stendur á því að engin stoppar ?

Getur verið að fólk taki ekki eftir manninum eða erum við orðin svo sjálfmiðuð og sjálfselsk að hugsa það stoppar einhver annar?

 

 

 


mbl.is Margir óku framhjá slösuðum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanlegar forsetakosningar kosta ríkissjóð 171,3 milljónir

Frétt af vísi.is

 

 

Komi til forsetakosninga í sumar er áætlað að þær kosti ríkissjóð 171,3 milljónir króna. Sú fjárhæð er veitt til kosninga í fjárlögum. Kostnaður ríkissjóðs vegna forsetakosninganna 2004 nam 37 milljónum króna á núvirði. Síðan þá hefur sú breyting orðið að allur kostnaður við forsetakosningar fellur á ríkissjóð en áður greiddu sveitarfélög fyrir störf kjörstjórna auk þess að leggja til húsnæði undir kjörfundi.

OK ég veit að það er lýðræði en förum af stað með undirskriftalist og biðjum Ástþór að sleppa því að bjóða sig fram og spörum almannafé eða notum það í annað og þarfara verkefni 

Kveðja Siggi 


HVAÐ ER VINÁTTA ?

Var að hugsa um þetta eftir að ég spjallaði við vinkonu mína í síma í dag,

við heyrumst ekki oft og sjáumst alltof sjaldan en erum alveg ótrúlega góðir vinir.Heart

 

Fann þetta á julli.is síða sem ég skoða oft og ætla að stela þessu því þetta er svo satt

 

Umfram allt þá er mikilvægast að vera góður vinur, vera maður sjálfur

koma þannig fram,Þá sýnir þú að þú ert heiðarleg manneskja og

fólk kynnist þér eins og þú ert. Vertu skilningsrík / ur gefðu þér tíma til þess að skilja, skilja náungann áður en þú metur hann,

skilja vandamál hjá vinum ef þau eru til staðar og

umgangast hvern og einn eftir aðstæðum,

ef fólk þarf að vera í friði , hafa skilning á því.

Góðir vinir eru ekki á hverju strái,

þeir eru sjaldgæfir,

einbeittu þér að því að vera góður vinur.

Ég er svo heppin með vini og fjölskyldu að það fæ ég seint fullþakkað

það er jú verðmæti sem alltof oft er vanmetið

kveðja Siggi 

 


Álfaprinsessur og fleira fólk

þegar þið sjáið þessar myndir frá gamlárskvöldi þá vitið þið að það eru til prinsessur Heart

 

000_0392000_0402000_0400000_0394000_0391

 Já svona er maður ríkur maður Cool börn tengdabörn og afabarn og karlinn minn LoL

kveðja Siggi 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Hólmar Karlsson

Höfundur

Sigurður Hólmar Karlsson
Sigurður Hólmar Karlsson

Sigurður 47 ára  Fæddur í Reykjavík ólst upp  Miðhúsum í Ísafjarðardjúpi

netfang : siggiholmar@gmail.com

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • P7030089
  • P7030086
  • P7030085
  • 000_0466
  • 000_0467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1142

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband