3.12.2007 | 04:01
1.kafli
Stolti maðurinn
það var þann 28 október 1993 sem ég hóf að starfa sem ráðgjafi hjá S.Á.Á.
Það var ekki neitt smá stoltur maður sem keyrði upp á vog á átti að fá tækifæri á að vinna á þessu frábæra frábæra sjúkrahúsi.
Hafði þá sjálfur verið án vímuefna í 5 ár og vá hugsið ykkur að fá að starfa með þessu frábæra fólki sem hafði hjálpað mér til að ná tökum á lífinu að nýu.
Byrjunin var 3 mánuðir til reynslu og það var spennandi og skemmtilegt ég fékk að fylgjast með fyrirlestrum fara í grúppur og taka viðtöl undir leiðsögn eldri ráðgjafa
eftir 3 mánuðina var mér tilkynnt að ég fengi áframhaldandi ráðningu sem ráðgjafi ;)og þar með hæfist 2ja ára nám sem endaði með því að ég fengi viðurkenningu á því að ég væri fulllærður ráðgjafi
Ég vann þessi 2.ár en ekki kom viðurkenningin og hún er reyndar ekki kominn enn í dag.
vinnan mín hjá S.Á.Á. stóð yfir frá 1993-áramóta 1999 árið 2000 réð ég mig svo á Teig sem þá var á flókagötu og rekið af Landspítalanum,eftir ár þar fór ég svo aftur að vinna hjá S.Á.Á og vann þar þar til ég var rekinn þar einn góðan eftirmiðdag ;) þegar ég mætti á kvöldvakt á unglingadeildina þar mætti Hjalti Björnsson Dagskrástjóri með bréf til mín sem ég hélt í sakleysi mínu að væri svar við umsókn minni um námsferð erlendis sem ég hafði þá nýlega sótt um en svo var ekki þetta var uppsagnarbréf og enginn ástæða nema hann(Hjalti)Brosti og sagði og kemur þetta á óvart og svar mitt var já það gerir það svaraði ég og vildi vita ástæðuna ég vann mína vakt til kl 23.30 þá fór ég heim og hugsaði málin mætti síðan ekki meira í vinnu hjá S.Á.Á. en leitaði réttar míns hjá s.f.r .og þeir sem þar unnu reyndu að fá ástæðu uppsagnarinnar en fengu ekki (ég vil taka fram að undir skrift uppsagnarbréfsins var ekki Hjalta )en sá sem það undirritaði sá ekki ástæðu til að ræða neitt við mig,enda viðhorfið þarna í starfsmannamálum að það er bara ein hlið til. ok aldrei fékkst ástæðan og eins og gefur að skilja var þetta erfitt og sárt fyrir mig þar sem skjólstæðingar þeir sem mér hefur verið trúað fyrir hafa alltaf skipt mig miklu máli og ég reynt að sinna þeim af fagmennsku og alúð.
jæja ekki meira um það ég var ekki lengi að fá vinnu til þess að gera. En viti menn 6 til 7 vikum eftir uppsögnina berst mér heim að dyrum ábyrðarbréf og það frá S.Á.Á. þar sem uppsögn mín er dregin til baka og mér boðið eða beðinn um að hefja störf sem fyrst já þið haldið kannski að ég hafi mætt bara eins og ekkert hafi í skorist ó nei ég bað lögfræðing og þann mann sem var með mín mál að skila því að þangað mundi ég aldrei stíga fæti mínum inn aftur hvorki sem starfsmaður né sjúklingur ef ég yrði svo óheppinn að þurfa á því að halda sem ég hef ekki þurft enn þann dag í dag.
Eins og ég sagði áðan hafði sá er undirritaði uppsagnarbréfið ekki séð ástæðu til að tala við mig og ekki veit ég hvað veldur en nokkuð oft hef ég sent honum tölvupóst og beðið hann um að senda mér staðfestingu á að ég hafi unnið þarna allan þennan tíma en hann af einhverjum ástæðum ekki séð ástæðu til að svara.(í dag er búið að lögvernda starfsheitið Áfengisráðgjafi og þess vegna mikilvægt fyrir mig að fá það staðfest af yfirlækni S.Á.Á starfstíma minn þar)
það var margt gott fólk að vinna með mér á öllum starfstöðum S.Á.Á. en þá er ég að tala um almenna starfsmenn ekki yfirmenn að undanskildum Sigurði Gunnsteinsyni sem var dagskrástjóri á Vík og fékk ég að njóta þess að vinna undir hans góðu stjórn í 1.ár sem var besti tími minn í starfinu hjá S.Á.Á.
Nú kann einhver að spyrja :EN SIGGI AF HVERJU VARSTU SVONA LENGI AÐ VINNA HJÁ ÞEIM:
Jú vinnan mín með skjólstæðingunum var skemmtileg og gefandi en tók líka oft á og ég vissi þá og veit enn að ég er góður ráðgjafi það hef ég oft fengið staðfest bæði þegar ég vann á Teigi og síðar er ég fór að vinna í Hlaðgerðarkoti.svo af brosandi andlitum fólks sem heilsar mér og segir þú varst ráðgjafinn minn.
já ég vann svona lengi því ég fann að ég gat og vildi hjálpa fólki sem var í baráttu við vímuefnin og aðstandendum þeirra.
En ekki til að tipla á tánum í kring um yfirmenn sem að virtist höfðu enga eða litla menntun í starfsmannastjórn og sumir hverjir enga hæfileika til mannlegrar samskipta við sitt starfsfólk.
Ég vil Taka það fram að mér þykir vænt um starf S.Á.Á. og ef aðstandendur mínir eða börnin mín þyrftu á að halda mundi ég beina þeim þangað. En ef þau vildu vinna þar mundi ég banna þeim það
því það er munur á framkomu við sjúklingana og starfsmenn
þar upplifði ég sjálfur og sá aðra upplifa eitt ljótasta einelti sem til er og þegar ég hugsa til baka
þá er ég þakklátur fyrir að hafa verið látinn fara því svo brotinn var ég orðin að ég hafði ekki rænu á að fara sjálfur.
FRAMHALD SÍÐAR
OG
ENDILEGA KVITTIÐ Í GESTABÓKINA
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ljótt er að heyra þetta Siggi minn. Ekkert er ömurlegra en einelti í hvaða formi sem það er. KNús á þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.