TRÚIÐ ÞIÐ ÞESSU Í OKKAR VELFERÐARÞJÓÐFÉLAGI!!!!!!!

Var að lesa þessa frétt á vísir.is og varð að birta hana hér.

Trúi því ekki að þetta geti verið svona,gerum kröfu um að ms sjúklingar fái allt sem hægt er til að bæta heilsu þeirra og líðan 

 

 

Stöð 2, 04. des. 2007 18:59 Íslenskir MS sjúklingar fá ekki nauðsynlegt lyf Sextíu MS-sjúklingar fá ekki nýtt lyf sem kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og getur hægt á framgangi sjúkdómsins. Lyfið hefur ekki enn verið sett í dreifingu. Um 330 MS sjúklingar eru á Íslandi og áætlað er að 60 manns bíði nú eftir lyfinu Tysabri sem kom á íslenskan markað í ágúst. Lyfið er S-merkt og einungis Landspítalinn getur komið því í dreifingu. Það er dýrt og kostar um tvær komma sjö milljónir fyrir einn einstakling á ári. Landspítalinn hefur ekki haft fjármagn til að kaupa lyfið vegna bágrar fjárhagsstöðu. Lyfið Tysabri dregur verulega úr virkni MS sjúkdómsins og hefur borið góðan árangur erlendis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þú sért farin að blogga. Þú færist nær við það. Kveðja, Þóra.

Þóra (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fjandi getur maður orðið reiður að lesa svona þetta er bara ótrúlegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Segðu Ásthildur vantar kannski orðið í okkur Íslendinga baráttuandann.

Erum við öll komin á hnén að tilbiðja MAMMON og gleymum því sem skiptir máli

Sigurður Hólmar Karlsson, 5.12.2007 kl. 13:02

4 identicon

Kanski er ég svo vitlaus ég hélt að það ætti að gera allt til að hjálpa fólki með sjúkdóma en hvað ætli gerist næst verður þá farið að banna hjálpartæki.

Þetta er hrikalegt að eins lítið samfélag og Ísland er að það sé ekki verið að gera allt til að hjálpa sjúklingum.

Eins og Ísland er stolt af heilbrygðiskerfinu þá er það alls ekki að virka.

Íslendingar eru stoltir af heilbrygðiskerfinu alveg þangað til þeir þurfa að nota kerfið sjálfir þá er eins og það séu allar dyr lokaðar og eiginlega reynt að gera fólki erfiðara fyrir eins og það sé ekki nógu erfitt að vera veikur þá þarftu að leita þér sjálfur að öllum þínum réttindum og berjast fyrir að fá það sem þú þarft.

Þessu þarf að breyta. 

En svo er líka eitt með Íslendinga þeir sýna oft samstöðu í orði en svo gera þeir ekki neitt í því.

Hafrún Kr. Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hólmar Karlsson

Höfundur

Sigurður Hólmar Karlsson
Sigurður Hólmar Karlsson

Sigurður 47 ára  Fæddur í Reykjavík ólst upp  Miðhúsum í Ísafjarðardjúpi

netfang : siggiholmar@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P7030089
  • P7030086
  • P7030085
  • 000_0466
  • 000_0467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband