"Einhvern daginn" er langt í burtu . . . eða kemur kannski aldrei.

Góðan dag

Var að fara í gegnum gömul mail og fann þetta þar. Það rifjaðist upp fyrir mér hvað þessi saga hafði mikil áhrif á mig þá.Wink En núna ári seinna var ég búinn að gleyma henni og boðskapnum.

Undarlegt því það rifjaðist upp að ég áfram sendi hann til svo margra. 

Læt þetta hér á síðuna ef einhver er í sömu sporum og ég fékk þetta á mali las það og gleymdi því svo Woundering

GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ

Vinur minn opnaði undirfataskúffu konu sinnar og tók upp gjafapakka vafinn inní silkipappír: "Þetta er enginn venjulegur pakki." Hann opnaði pakkann og starði á bæði pappírinn og undirfötin sem í honum voru. "Ég gaf henni þetta þegar við fórum til New York í fyrsta sinn fyrir 8 eða 9 árum síðan. Hún hefur aldrei farið í þetta. Var að spara það fram að sérstakri stund. Eða . . . ég held hún hafi verið að spara það." Hann færði sig nær rúminu og setti pakkanum hjá hinum fötunum sem hann ætlaði að taka með á jarðarfararstofuna, konan hans var nýlátin. Hann sneri sér að mér og sagði:

"Það á aldrei að geyma eitthvað til þess að nota það á sérstakri stund. Hver dagur er sérstök stund."

Ég held enn að þessi orð hafi breytt lífi mínu. Núna les ég meira og þríf minna.

Ég sit í garðinum án þess að hafa áhyggjur af neinu. Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnunni.

Ég skildi það þarna að lífið á að vera uppspretta reynslu sem maður á að njóta en ekki aðeins að þrauka í gegnum. Ég geymi ekki ekki neitt lengur, ég nota kristalsglös á hverjum degi.

Ég fer í nýju fötunum mínum í búðina, ef mig langar til þess. Ég geymi ekki uppáhalds ilmvatnið mitt fyrir sérstök tækifæri. Ég nota það hvenær sem mig langar til.

Orðin "einhvern tíman" og "einhvern daginn" eru að hverfa burt úr orðaforða mínum. Ef það er þess virði að sjá, hlusta eða gera, þá vil ég sjá hlusta og gera það núna.

Ég veit ekki hvað eiginkona vinar míns hefði gert ef hún hefði vitað að hún yrði ekki með okkur morguninn eftir, það getur enginn vitað. Ég held að hún hefði hóað í fjölskyldu sína og nánustu vini. Hún gæti jafnvel hafa kallað á gamla vini til að koma sátt á fornar deilur.

Ég vil líka gjarnan trúa því að hún hefði farið út að borða á kínverskan veitingastað, sem var hennar uppáhald. Það eru þessir litlu hlutir sem ég myndi sjá eftir að hafa ekki gert, ef ég vissi að minn tími væri kominn.

Ég myndi sjá eftir því að hafa ekki gert þetta vegna þess að ég mun aldrei framar sjá vini mína, og bréf . . . bréf sem ég ætlaði alltaf að skrifa. . . "einhvern tíman." Ég myndi sjá eftir því og vera sorgmædd vegna þess ég sagði hvorki systkinum mínum né börnum nógu oft hversu mjög mér þætti vænt um þau.

Núna reyni ég hvorki að fresta, tefja eða geyma nokkuð sem gæti fært gleði og hlátur inní líf okkar. Og á hverjum morgni segi ég við sjálfa mig þetta er minn sérstaki dagur.

Hver dagur, hver stund, hver mínúta er sérstök. Ef þú færð þetta bréf þá er það vegna þess að einhverjum þykir vænt um þig og vegna þess, sennilega, að þarna úti er einhver sem þér þykir líka vænt um.

Ef þú ert of upptekin til að senda þetta til annarra og segir við sjálfa þig að þú munir

"senda þetta við betra tækifæri" mundu að "Einhvern daginn" er langt í burtu . . . eða kemur kannski aldrei. . . .

 

Já það er skrítið hvað maður ætlar oft að gera eitthvað seinna. 

Ég átti góðan vin sem leið mjög illa,ég rakst á hann á stað sem við vorum vanir að vera á 1.sinni í viku ásamt mörgu öðru  góðu fólki,þennan dag var ég óvenju kátur og var að spjalla við fólk þegar hann segir villtu aðeins tala við mig,ég hló og sagði ja bara á eftir.Þetta eftir kom aldrei því hann fór fljótlega eftir þetta og ég sá hann aldrei aftur

hálfum mánuði seinna fylgdi ég þessum vini mínum til grafar 

Ég er til dæmis alltaf á leiðinni vestur,bara seinnaWink

Ég á æskuvin sem ég ég hef ekki séð eða heyrt í lengi,

hef ætlað að hringja í hann en bara seinna.Blush

og stundum ætla ég bara að vera til seinna Wink

en set þetta hér til að minna mig á Smile

 

Kveðja Siggi

PS. Gaman væri að fólk kvittaði Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð áminning.

Er sekur í þessu, sem og öðru þvíumlíku.

Til lukku með bloggið, velkominn.

Kveðja af hafinu bláa

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 07:31

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Fortíðin er farin,

framtíðin er ókomin

en núið er hérna núna og tilvalið að njóta þess NÚNA.

ég átti bara leið hjá og þú hvattir fólk til að kvitta þetta er nefnilega góð og þörf áminning hjá þér.

bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.12.2007 kl. 10:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mjög góð og þörf áminning til okkar allra.  Að þetta seinna kemur ef til vill ekki, er alveg satt.  því ber okkur að haga hverjum degi eins og hann er einstakur og kemur aldrei aftur, þó nýjir dagar rísi aftur og aftur.  Takk Siggi minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Flakkaði hérna inn hjá hér frá bloggi Ást. Cecil.  Las það í snarhasti, líkaði vel & býð þér dús.

Steingrímur Helgason, 7.12.2007 kl. 00:05

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Velkominn á bloggið!

Benedikt Halldórsson, 7.12.2007 kl. 00:54

6 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Sæl öll og takk fyrir að kvitta og allir dús

Sigurður Hólmar Karlsson, 7.12.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hólmar Karlsson

Höfundur

Sigurður Hólmar Karlsson
Sigurður Hólmar Karlsson

Sigurður 47 ára  Fæddur í Reykjavík ólst upp  Miðhúsum í Ísafjarðardjúpi

netfang : siggiholmar@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P7030089
  • P7030086
  • P7030085
  • 000_0466
  • 000_0467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband