7.12.2007 | 05:58
Jóla Jóla Jóla hvað ???
Góðan Dag allir sem lesa þetta.
Var að velta fyrir mér jólunum og um hvað þau snúast.
Hugsaði um jólabrjálæðið sem nú tröllríður öllu,
Á hverjum degi er Póstkassinn fullur af bæklingum um jólagjafir
(og viti menn það er hægt að fá þær á raðgreiðslum)
þvílíkur léttir maður minn.
Ef ég henti ekki þessum bæklingum strax sem heita sumir hverjir Jólagjafahandbækur þá er ég næsta viss um að þær tækju rúmlega eina hillu í góðum bókaskáp
(mundu sóma sér vel á meðal annarra ritverka)ekki eins og ég eigi mikið af þeim
En eru Jólin þá bara höfuðverkur næsta kortagreiðslu tímabils
eða næsta árið ? spyr sá sem ekki veit
Ég ætla allavega ekki að taka þátt í verslunareigendahátíðinni í ár í staðin ætla ég að halda jól!!!!!
Og upplýsist það hér með að þeir sem fá gjöf frá mér fá aðeins kerti og spil,
Nú kann einhver að hlæja og hugsa sem svo hann þarf nú að kaupa það í verslun,
en ó ekki hann ég.
Hef safnað kerta afgöngum þetta árið og bræði þá bara niður og steypi kerti í eldhúsinu hjá mér mér,
síðan klippi ég út fallegar myndir úr jólagjafahandbókunum
og lími á pappír geri þessi fínu jólakort
æææ þá má ég ekki henda þessum kílóum af bæklingum sem verða í póstkassanum mínum í dag.
Hjá mér munu jólin og aðventan snúast um að eiga notalega stund með þeim sem mér þykir vænt um.
Er samt mikið fyrir jólaskraut og jólalög
Aðrir hafa það eins og þeir vilja
Enda er þetta bara vangaveltur mínar um þessa kærleiks og friðarhátíð
Hafið góðan dag
muna að kvitta
Læt að gamni fylgja með mynd frá gamalli tíð þegar ég var ungur,Tekin á aðfangadagskvöld er ekki viss hvaða ár
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er að halda jólin hátíðleg
Gleðileg jól
Gísli Kristjánsson, 7.12.2007 kl. 07:00
Gangi þér vel í kertagerðinni Siggi minn. Ég var að skoða myndirnar þínar, þær eru flottar. Ég er líka að búa til mínar eigin jólagjafir. Það er gaman, og verður ennþá meira gaman að gefa þær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2007 kl. 10:28
Mér líst vel á þessa stefnu þína með jólin. Ég held að það væri ráð að minna sig á hvers vegna við höldum jól og hver tilgangurinn er. Mikið hefur þú verið sætur og haldið því vel!!! GMEI
Guðrún (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 12:00
Já pabbi alveg sammála þessu höldum jól með réttu hugarfari.
jól er hátíð fjölskyldunnar og maður á ekki að skuldsetja sig vegna jólanna og ekki að vera allt árið að borga af jólunum og vera nýbúin að því þegar næstu jól koma.
frekar gefa minni gjafir en njóta þess að vera með fjölskyldunni og vinum fá sér kakó og smákökur og vera saman, spila eða föndra og hafa það gott.
Kveðja Hafrún.
Hafrún Kr. Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 16:19
aaaldrei í lífi mínu bjóst ég við að sjá þetta! Pabbi minn farinn að blogga!!
...ég fylgist með þér :)
Andrea Dögg (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.