VANDAMÁLATRÉÐ: Ætla að fá mér svona tré ;)

 Góðan dag

Rakst á þessa sögu og þó mín skoðun sé sú að það séu ekki til vandamál aðeins verkefni,

ætla ég að láta  hana fljóta hér með Smile  

 

VANDAMÁLATRÉÐ

Smiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni. Hann var klukkutíma of seinn í vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst upp, og nú neitaði forni pallbíllinn hans að fara í gang. Meðan ég keyrði hann heim, sat hann við hlið mér í  þögn. Þegar við vorum komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna. Þar sem við gengum að útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar með báðum höndum.Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín tvö og kyssti konuna sína. Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér. Ég spurði hann um það sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið. "Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann. "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu minni og börnum. Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin. Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana." "Það skrýtna er," sagði hann og brosti, "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður."

Ókunnur höfundur

Ekki spurning góður boðskapur. 

Ætla að vera latur í dag og ekki blogga meira þennan daginn 

Eigið góðan dag þið sem lesið þetta og hinir allir líka  Grin

kveðja Siggi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú svo sannarlega ég var búin að gleyma þessari sögu.  Nú þarf ég að fara að finna mér tré.  Þú er uppfullur af svo fallegum sögum Siggi minn sem unun er að lesa.  takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hólmar Karlsson

Höfundur

Sigurður Hólmar Karlsson
Sigurður Hólmar Karlsson

Sigurður 47 ára  Fæddur í Reykjavík ólst upp  Miðhúsum í Ísafjarðardjúpi

netfang : siggiholmar@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P7030089
  • P7030086
  • P7030085
  • 000_0466
  • 000_0467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband