LEIÐAVÍSIR UM LÍFIÐ.Sett inn til gamans en þó nokkuð til í þessu

 Sett inn til gamans en þó nokkuð til í þessu Wink

Leiðarvísir um lífið

-Hældu þremur manneskjum á dag
- Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári
- Vertu fyrri til að heilsa
- Leggðu meira uppúr húsnæði en bílum
- Vertu umburðarlyndur gangvart sjálfum þér og örðum
- Lærðu þrjá brandara sem eru ekki dónalegir
- Drekktu kampavín án tilefnis ?
- Taktu eitthvert tímann að þér kennslu
- Taktu þátt í námskeiði
- Eigðu jeppa eitthvert tíman á ævinni
- Lærðu að þekkja tónlist Chopins, Mozarts og Beethoven
- Gróðursettu tré á afmælinu þínu
- Gefðu blóð
- Leitaðu nýrra vina en sinntu líka þeim gömlu
- Varðveittu leyndarmál
- Taktu fullt af myndum
- Geymdu þér ekki að gleðjast
- Gefðu aldrei neitt uppá bátinn, kraftaverkin gerast daglega
- Kauptu grænmeti af garðyrkjumönnum sem nota handskrifuð auglýsingarskilti
- Færðu ástvinum óvæntar gjafir
- Hættu að kenna örðum um, berðu ábyrgð á lífi þínu á öllum sviðum
- Lifðu þannig að börnunum þinum detti þú i hug ef sanngirni umhyggja og heilindi ber að góma
- Biddu alltaf eitthvern að sjá um póst og dagblöð ef þú ferð úr bænum. Þetta tvennt er það fyrsta sem þjófar hafa til marks
- Njóttu fólks, en ekki nota það
- Lærðu að framkalla myndir
- Vertu hugrakkur þótt þú sért það ekki, enginn sér muninn
- Sýndu börnum hlýju eftir að hafa skammað þau
- Lærðu að skapa eitthvað fallegt með höndunum
- Gleymdu aldrei tímamótum i lífi þínu
- Líttu ekki á heilsuna sem sjálfgefinn hlut
- Festu lítinn krans á bílinn þinn um jólin
- Veldu lífsförunaut af kostgæfni. Á þessari einu ákvörðun velta 90 hundraðshlutar af hamingju þinni eða vansæld
- Leggðu i vana þinn að reynast vel fólki sem mun aldrei komast að því
-Hafðu alltaf eitthvað fallegt fyrir augunum, þó ekki sé nema sóley i grasi
- Vertu stórhuga en njóttu samt hins smáa
- Segðu börnum þinum að þau séu stórkostleg og þú treystir þeim
- Farðu i nudd á afmælinu þínu
- Lærðu að hlusta tækifærin láta oft lítið fyrir sér fara
- Vertu i skrautlegum nærfötum innan undir látlausum fötum
- Farðu til London og vertu túristi
- Sviptu fólk aldrei voninni, kannski er hún það eina sem það á
- Gefðu þér tíma til að finna ilminn af rósum
- Stefndu að snilld, ekki fullkomleika
- Eyddu ekki tíma þínum i að gera þeim til hæfis sem gangrýna þig
- Forðastu neikvætt fólk
- Gefðu aldrei uppá bátinn það sem þú þráir i raun að gera. Sá sem á stóra drauma er öflugri en sá sem hefur allar staðreyndir á hreinu.
- Gefðu fólki annað tækifæri en ekki það þriðja
- Segðu aldrei upp starfi nema hafa annað i takinu
- Þú skalt meta fólk eftir því hvað það hefur stórt hjarta en ekki eftir buddunni
- Hafðu ekki áhyggjur af því þótt þú getir ekki veitt börnum þinum allt það besta sem til er. Veittu þeim það besta sem ÞÚ getur boðið
- Gleymdu því ekki að fólk þráir heitast að vera metið að verðleikum
- Mundu að árangur i hvaða starfi sem er byggist að þremur af fjórðu hlutum á hæfileika þinum að umgangast fólk
- Leyfðu ekki símanum að trufla þig á mikilvægum stundum hann á að vera þér til hagræðis en ekki þeim sem hringir
- Eyddu ekki tíma í að harma mistök í fortíðinni. Lærðu af þeim og haltu svo áfram
- Kauptu aldrei svangur i matinn
- Hældu fólki i viðurvist annarra
- Gangrýndu fólk i einrúmi
-Ef eitthver faðmar þig láttu þá hinn aðilann verða fyrri til að sleppa takinu
- Láttu þjónustufólk ekki komast upp með dónaskap
- Horfðu á verkstæði jólasveinana á hverjum jólum
- Farðu varlega í að lána vinum þinum pening þú gætir misst hvoru tveggja
- Vertu hógvær, heilmiklu var komið i verk áður en þú fæddist
- Þegar þú hittir fólk i fyrsta skiptið varastu þá að spyrja það um starf, njóttu félagsskaparins án nokkurra merkimiða
- Sýndu fjölskyldu þinni ást þina dag hvern í orðum, snertingu og umhyggju
- Farðu með fjölskilduna í frí hvort sem þú hefur efni á því eða ekki, minningar verða ekki metnar til fjár
- Gættu þin á þeim sem hafa engu að tapa
- Leggstu á bakið og horfðu á stjörnurnar
- Mundu að skyndilegur frami tekur venjulega um það bil 5 ár
- Klipptu út lofsamleg skrif um vini þina sem þú rekst á og sendu þeim með hamingjuóskum
- Fylltu bensíntankinn þegar hann er komin niður fyrir fjórðung
- Vanmettu aldrei hæfileika þinn til að breyta sjálfum þér
- Ofmettu aldrei hæfileika þinn til að breyta öðrum
- Lofaðu miklu og stattu við mikið
- Finndu aðra leið til að sýna karlmennsku þina en þá að skjóta varnarlaus dýr og fugla
- Gott hjónaband byggist á tvennu, að finna þann rétta, að vera sú rétta
- Gerðu ekki ráð fyrir að lífið sé réttlátt
- Notaðu það sem mælikvarða á velgengni þína hvort þú býrð yfir sálarró, góða heilsu og ást
- Vendu þig af öfund, hún er uppspretta margs konar óhamingju
- Segðu ekki að þú hafir ekki nógan tíma, það eru jafn margar klukkustundir i sólarhringnum hjá þér og hjá öllum stórmennum mannkynssögunnar
- Frestaðu því ekki að framkvæma góða hugmynd. Það er hugsanlegt að eitthver annar sé að hugsa það sama, sá nær árangri sem er fyrstur til
- Gættu þin á fólki sem segist vera heiðarlegt
- Mundu að þeir sigra sem hinir nenntu ekki
- Þegar þú mætir i vinnuna á morgnanna láttu það þá verða þitt fyrsta verk að segja eitthvað uppörvandi
- Þú skalt sækjast eftir tækifærum, ekki öryggi. Bátur sem er bundinn við bryggju er öruggur, en með tímanum grotnar hann niður
- Endurvektu gamla vináttu
- Fáðu þér gæludýr úr dýraathvarfinu
- lestu aftur eftirlætisbókina þina
- Lifðu lífinu þannig að grafaskrift þin gæti verið \"ég iðrast ekki neins\" - Vertu ófeiminn og djarfur. Þegar þú horfir aftur á líf þitt áttu eftir að sjá miklu meira eftir því sem þú lést ógert en hinu sem þú gerðir
- Skipuleggðu líf þitt. Hafðu á hreinu hvar þörf er fyrir þig. En ef eitthvað dásamlegt og óvænt kemur uppá vertu þá nægilega sveigjanlegur til að láta allt annað lönd og leið
- Borðaðu aldrei síðustu kökusneiðina
- Vittu hvenær er best að þegja og hvenær er best að tala
- Heilög þrenning er hæfni, hvíld og kjarkur
- Þú skalt umgangast þá sem umgangast þig
- Prófaðu að gangrýna engan og ekkert og finndu hvernig það er
- Verslaðu dýr merkjaföt, en kauptu þau á útsölu
- Byrjaðu hvern dag að hlusta á eftirlætistónlist þina
- Láttu lækna og hjúkrunarkonur ekki vaða yfir þig, þó þú sért áspítala er þetta enn þinn líkami
- Veldu fallegri leiðina þó hún sé lengri
- Láttu ekki eignir þínar eignast þig
- Sendu fullt af jólakortum
- Gleðstu yfir velgengni annarra
- Lestu fyrri börnin þin
- Hafðu á hreinu hvað þú metur mest, enginn hefur sagt á banalegunni ( "bara ef ég hefði nu eytt meiri tíma á skrifstofunni"  )
- Hugsaðu um orðspor þitt, þú átt ekkert er verðmætara
- Veldu þér heimilislækni sem er jafngamall þér, svo þið getið elst saman
- Gerðu lista yfir 25 atriði sem þú vilt upplifa áður en þú deyrð, vertu með hann i veskinu og skoðaðu hann oft
- Allir sem á vegi þinum verða vita eitthvað sem þú veist ekki, lærðu af þeim
- Vertu ekki dónalegur við þjóninn þó maturinn sé vondur, hann eldaði hann ekki
- Hafðu minnisbók og penna við náttborðið, bestu hugmyndirnar koma á nóttunni
- Sóaðu aldrei tíma né orðum, hvorugt verður aftur tekið
- Misstu ekki af töfrum augnabliksins með því að einblína alltaf á það sem þú átt i vændum
- Settu þér skammtíma og langtímamarkmið
- Hugsaðu meira um breidd en lengd á lífi þínu
- Vertu viðbúin, þú færð aldrei annað tækifæri til að koma vel fyrir við fyrstu sýn
- Varastu veitingarhús sem eru alltaf að skipta um nafn
- Aldrei borða fisk i landi sem ekki hefur landamæri að sjó
- Láttu fólk njóta vafans
- Farðu hálftíma fyrr á fætur en venjulega, ef þú gerir þetta i eitt ár bætirðu sjö og hálfum degi við vökutíma þinn
- Gerðu ekki sömu mistökin tvisvar
- Ræddu aldrei um peninga við fólk sem er miklu efnaðra eða miklu fátækara en þú
- Veldu þér markmið út frá því sjónarmiði hvort það muni hjálpa þér til að ná fram því besta sem þú átt til - Vertu foringi, sá fremsti sér best fram á veginn
- Gerstu hetja eitthvers
- Gifstu aðeins af ást
- Mundu eftir öllu sem þú átt að vera þakklátur fyrir
- Hringdu i mömmu þina

Þetta er algjör snilld mest af öllu     

Stal þessu af einhverri snilldarsíðu   Blush


En skyldi einhver geta fylgt leiðarvísinum öllum mér gengur nú nógu illa að lesa leiðbeiningar með einfoldum raftækjum því ég hef ekki þolinmæði í það og fyrir bragðið oft allt í klessu Grin
en eigið góðan dag allir sem rata hér inn og hinir líka sem ekki koma hér

kveðja Siggi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff þetta er langur listi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hólmar Karlsson

Höfundur

Sigurður Hólmar Karlsson
Sigurður Hólmar Karlsson

Sigurður 47 ára  Fæddur í Reykjavík ólst upp  Miðhúsum í Ísafjarðardjúpi

netfang : siggiholmar@gmail.com

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • P7030089
  • P7030086
  • P7030085
  • 000_0466
  • 000_0467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband