16.12.2007 | 06:56
Elko og kaffikannan!!!!!!!! annar hluti eftir hlé
Góðan dag
Þá er það seinnihluti af sögunni um Kaffikönnuna og Elko
Á föstudags morgun hringi ég aftur í Elko og enn þarf ég að rekja söguna fyrir símastúlkuna,
sem bregst skjótt við og gefur mér samband við verslunarstjórann (sem þrátt fyrir mikið álag og vinnu )
svaraði í þetta skiptið
Þá er maður kominn á endastað hélt ég en ó ekki,
Hann tjáði mér að það væru engin skilaboð um að hann ætti að hringja í mig !!!!!!
sagði mér að ég skildi fara með könnuna þangað sem gert væri við hana eða hún dæmd ónýt
ég benti honum á að síðasta viðgerð hefði tekið 3 vikur og hann tjáði mér að þetta tæki svona 10 virka daga
ég rakti líka kaffikönnukaup mín hjá Elko og viðskipti mín þar við símastúlkurnar.
Hann sagði mér að ég væri ótrúlega óheppinn með vél og sér þætti það leitt (nefnilega áður en ég keypti þessa hafði ég keypt aðra tegund hjá þeim sem fór að leka og fékk ég þá strax aðra og hún fór líka að leka og þá fékk ég þessa aðra gerð og hin var tekinn úr sölu hét krups eða eitthvað svoleiðis )
ég benti honum á að vera með tæki í ábyrgð sem væri að bila í annað skiptið á tímanum væri nú ekki traustvekjandi,(hefði sjálfur bara leist málið með nýrri könnu)
En hann ætlaði að tala við starfsfólk sitt á símanum og fara yfir þau mál,
Gott og vel ég sendi þá email á aðal póstfang elko@elko.is og á framkvæmdastjóra elko sem og verslunarstjórann og hann svaraði mér um hæl og þar sagðist hann fara yfir málin með sínu fólki
þá varðandi símsvörun og skilaboða skil en á verkstæði skildi kannan og það mun hún gera á morgun mánudag.
þá vonandi fæ ég hana í janúar 2008 úr viðgerð og bíð svo eftir því hvort hún bili aftur á ábyrgðartímanum.
Jæja þá er sagan kominn og ég bara enn í jólaskapi.með neskaffi við höndina og allt í góðu bara að skrifa jólagjafalista hvað á eftir að föndra og fyrir hverja og ætla að reyna að ljúka því í dag
eigið góðan dag öll sem kíkja hér inn og hin líka sem sleppa því
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leiðinlegt með könnuna, en þú ert svo sannarlega með jólaandann á hreinu
Jónína Dúadóttir, 16.12.2007 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.