18.12.2007 | 08:02
Óhapp í umferðinni.
Góðan dag
Í gær var verið að erindasat um borgina og hvað?
Jú það var keyrt á bílinn minn.
sést lítið á honum smá rispa á stuðara en samt sem áður nokkuð högg,
og kannski mesta málið hvernig það gerðist.
Var að koma úr krónunni út á Fiskislóð vesturbæ.
og að keyra út af planinu þar þá kemur bíll á leið inn á planið og keyrir utan í bílinn okkar þegar ég stekk út því bílstjórinn hélt bara áfram og þar kemur aðal máli.
Þarna var á ferðinni gömul kona sem hafði ekki hugmynd um að hún hefði rekist á bíl og var nú ekkert á því að viðurkenna það,og þegar ég benti henni á að það sæist á báðum bílunum þá hló hún og sagði að sæist nú svo mikið á sýnum að það væri ekki að marka og held ég að blessuð konan hafi ekki vitað hvert hún var að fara eða koma.
þar sem var brjálað veður tók ég niður númerið hennar því hún treysti sér ekki til að standa í þessu samkvæmt eigin sögn sárlasin og þar sem ég sá að ekkert þýddi að tala við hana ákvað ég að gefa bara skýrslu um málið.(enda vitni til staðar)
Nú velti ég fyrir mér hvort ég hafi gert rétt því þessi kona (eftir áa að hugsa ætti náttúrulega ekki að vera í umferðinni)
hvort hún var lyfjuð eða lasinn veit ég ekki en allavega ekki í akstursástandi.
Og vona ég bara að hún leggja bílnum og eigi svo Gleðileg jól.
En þetta vekur mann til umhugsunar um það hvort maður sé á ástandi til að keyra eða einhver manni nákominn sem er í umferðinni og ætti ekki að vera það sjálfs sýn vegna og annarra!!!!
En jólaandinn svífur yfir og gaman að vera til
Eigið góðan og slysalausan dag
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á lögreglumáli tilraun til "afstungu"
Í alvöru talað, ég vinn mikið með gömlu fólki og sumir keyra ennþá, þó það sé eiginlega alls ekki óhætt... vegna annarra í umferðinni. En það er svolítið snúið að banna þeim að keyra, sérstaklega þegar læknirinn gefur út vottorð um að þau megi það
Hún þarf svo sem ekkert að hafa verið lasin eða drukkin eða eitthvað þess háttar... bara gömul...
Jónína Dúadóttir, 18.12.2007 kl. 09:57
Finnst alltaf jafna merkilegt að bílarnir verði að fara árlega í tékk en það eru gefin út ökuskírteni sem gilda í 45 ár minnir mig, eða hvort að mitt gildi til 2045 og ég fékk skírteni árið 1992. Ótrúlegt ha!!
Helga Dóra, 19.12.2007 kl. 01:24
Ég held að þau verði að endurnýja árlega eftir vissan aldur. Ég skil þig vel Siggi minn, það er samt svo, að við eigum fyrst og fremst að hugsa um þá sem eru gangandi, börnin sérstaklega, ef það hefði verið barn sem hún ók á, þá hefði hún ekið burtu og alls ekki einu sinni vitað af því. Hún hefði blíþrætt fyrir að hafa ekið á barnið, þó sannað væri að þræðir úr fötum þess væru á bílnum. Kannast nokkur við þá sögu ?
Eiguð góðan dag minn kæri og gott að ekki fór verr.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.