30.12.2007 | 11:10
Kominn úr ferðalagi
Sæl öll
Hér var farið í ferðalag á annan í jólum og lá leiðin norður í land til vinar okkar og frænda míns.
það var sko yndisleg ferð og mun ég verða næstu mánuði að ná af mér þeim kílóum sem við mig bættust í þessari heimsókn.
Það var frábært að komast úr skarkala borgarinnar í kyrrð og ró í sveitinni
Vel var hugsað um okkur í alla staði og má þar með nefna að þegar við vöknuðum var matur á borðum .
þegar honum lauk var komið að kaffi og /eða súkkulaði með rjóma og tertum (hnallþórum)
þá tók við kvöldmatur sem var ekki af verri endanum frekar en neitt annað hjá þessum góða gestgjafa.
þegar svo búið var að horfa smá á sjónvarp var manni boðið aftur súkkulaði og hnallþórur og líklega 10 sortir af smákökum
komum svo seinnipartinn í gær heim.
þá er komin skýring á því að ekkert var bloggað síðustu daga og mun ég nú taka upp bloggið þar sem frá var horfið
kveðja og hafið það gott í dag
myndir úr ferðinni
Síðasta myndin er af íslenskri hænu sem þessi gestgjafi er að rækta með góðum árangri og kunnáttu.enda er hann snillingur á svo mörgum sviðum og þegar ég kemst á hans aldur verð ég kannski svona snillingur hehe
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkominn heim !Fallegar myndir sem þú tekur og ekki skemmir hænan ! :-)
Jónína Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 11:14
Takk fyrir það
Sigurður Hólmar Karlsson, 30.12.2007 kl. 11:21
Rosalega fallegar myndir. Svona er jólalegt. Gleðilegt ár.
Helga Dóra, 30.12.2007 kl. 16:58
Frábærar myndir, minnir á jólin á Ísafirði hér á árum áður.
Gleðilegt ár.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 31.12.2007 kl. 02:20
Nú fórstu LANGT yfir strikið karlinn minn....Billy býfluga er búinn að brýna broddinn og stungan verður sár....hehehehe
þegar þú kemst á hans aldur?????????þú ert á honum(aldrinum) Bíddu bara ,næst þegar þú kemur í heimsókn þá færðu vatn og brauð(kannski)....:-)
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 22:20
Annars ætla ég að bæta hér smá við og þakka fyrir heimsóknina,alla skemmtunina og samverustundirnar,það er ekki oft sem maður fær svona góða gesti eða gesti almennt hér í fámennið á þessum tíma.....mesta furða hvað tryppið(þú) var stillt allann tímann en skýringin er sennilega sú hvað það var upptekið við matarborðið hehehehehehe
Gleðilegt nýtt ár 2008......þú og þinn og þið öll,megi nýja árið færa ykkur gæfu og gott gengi.
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.