5.1.2008 | 11:28
Hugsanlegar forsetakosningar kosta ríkissjóð 171,3 milljónir
Frétt af vísi.is
Komi til forsetakosninga í sumar er áætlað að þær kosti ríkissjóð 171,3 milljónir króna. Sú fjárhæð er veitt til kosninga í fjárlögum. Kostnaður ríkissjóðs vegna forsetakosninganna 2004 nam 37 milljónum króna á núvirði. Síðan þá hefur sú breyting orðið að allur kostnaður við forsetakosningar fellur á ríkissjóð en áður greiddu sveitarfélög fyrir störf kjörstjórna auk þess að leggja til húsnæði undir kjörfundi.
OK ég veit að það er lýðræði en förum af stað með undirskriftalist og biðjum Ástþór að sleppa því að bjóða sig fram og spörum almannafé eða notum það í annað og þarfara verkefni
Kveðja Siggi
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér, ég get bent á helling af verkefnum og fólki og félagasamtökum sem gætu notað peningana. Þó ekki væri nema pínulítið brot af þeim.....
Jónína Dúadóttir, 5.1.2008 kl. 13:38
ja segðu t.d. langveik börn
Sigurður Hólmar Karlsson, 5.1.2008 kl. 13:57
ég er nú nokkuð viss um að ástþóri er pent sama um hvað hann kostar ríkið
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 5.1.2008 kl. 13:59
Já því miður þá er honum líklega sama
Jónína Dúadóttir, 5.1.2008 kl. 14:01
Ástþór er semsagt búin að kosta ríkið offjár. Er ekki hægt að borga honum pínulítið til að sleppa þessu endalausa árangurlausa framboð sitt. Ég meina er hann ekki búin að ná skilaboðunum að það vill hann enginn sem forseta.
Helga Dóra, 5.1.2008 kl. 16:33
Það er nú varla hægt að segja að hann hafi upplifað höfnun frá íslensku þjóðinni, en að láta hafna sér í 3 sinnið er full mikið fyrir minn smekk. Tel víst að íslenska þjóðin hafni honum enn einu sinni.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 5.1.2008 kl. 19:07
Siggi, ég ætla að fá að rita þetta líka hérna hjá þér.
Ef að lýðræðið kostar nú ekki meira en þetta, þá er hverjum aur í það vel varið.
Menn geta alveg haft sína skoðun á frambjóðendum til eða frá, enda er það þeirra lýðræðislegi réttur alveg eins & það er Ástþórs lýðræðislegi réttur að bjóða sig fram.
Ef að einhverjir vilja mala áfram um í hvað ríkissjóðsaurunum væri betur í varið en þetta, þá er bara að bögga þingmanninn, & svarið er ...
Steingrímur Helgason, 6.1.2008 kl. 00:54
Sé vilji að viðhafa lýðræði í einu landi þá virðum við það en biðjum ekki um sérmeðferð eftir hvaða lýðræði á í hlut , annars vegar kosning til forseta og hins vegar kosning til sveitarstjórna og Alþingis. Ein lög gilda í landinu og þau ber að virða í þessu efni.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.1.2008 kl. 02:51
ja og lýðræðið felur í sér að ég get beðið hann kurteisilega að spara okkur þennan kostnað og halda sig til hlés þar sem útkoma síðustu framboða er ekki svo glæsileg.
Sigurður Hólmar Karlsson, 6.1.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.