18.1.2008 | 11:21
Smá blogg
Góðan dag
Eitthvað gengur nú erfiðlega að ráða bug á bloggletinni en bæti úr því hér
það er annars allt bara í rólegheitum á þessum bæ,lítið að frétta
Er enn að bíða eftir úrskurði með brjósklosið verð ég skorinn eða ekki og er stundum orðin svolítið mikið pirraður á því að geta ekki unnið vegna þess.
en stendur allt til bóta næsta myndataka 23 jan og eftir það er tekinn ákvörðun um framhald.
Reyni að láta tíman líða með að lesa blogg, horfa á dvd og lesa bækur
það er samt erfitt að halda glaðlyndinu við þegar maður er ekki úti á meðal vinnandi fólks og er hættur að nenna að að hitta fólk því það er svo algengt að spurt sé og hvað ert þú að gera (eðlileg spurning )en leiðigjörn þegar svarið er ég er í veikindafríi vegna brjósklos í hálsi.
Jæja hættur að væla í dag
Hafið góðan dag
kv Siggi
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag, iss... ég hef lesið miklu verri vælublogg en þetta Mér virðist þetta nú frekar vera frásögn af staðreyndum, en láttu þér líða eins vel og þú getur og góða helgi
Jónína Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 12:26
Takk fyrir þetta þetta var fallega sagt eða skrifað
Sigurður Hólmar Karlsson, 18.1.2008 kl. 12:35
Ég segi (skrifa) ekki allt sem ég meina, en ég meina allt sem ég segi (skrifa)
Jónína Dúadóttir, 18.1.2008 kl. 12:41
Hæ pabbi.
Það er mannlegt að líða illa inn á milli.
Kanski ég og Alex kíkjum á þig í kvöld þegar ég er búin að borða vigtaða og mælda matinn minn hehe.
Kveðja stelpurnar þínar
:) Knús og kossar :)
Hafrún Kr. Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 17:19
sæll elsku drengur og gleðilegt ár og takk fyrir það gamla :)
ferlegt að heyra að þú sért með brjósklos í hálsinum ég skil þig fullkomlega ég er búinn að vera með það og get lofað þér því að þú átt alla mína samúð með verkina,en mig langar að segja þér að ég átti að fara undir hnífinn og reyna að laga það en stalst til útlanda nánar tiltekið til sólarlanda og 7,9,13 þð virkaði sko vel og ég hef ekki fundið fyrir því í 8 ár ,hiti og góð afslöppun ásamt mikilli göngu í heitu loftslagi segi ég að sé það besta sem hægt er að gera,reyna eins mögulega og ma'ður getur að forðast hnífinn það er ekki gefið að það sé lausnin.
svo koma svo jói taka drenginn bara til kanarí í tvær vikur :):):)
passaðu þig að láta þér ekki vera mikið kalt kallinn minn og slakaðu bara á og vertu í veikindafríi
kveðja Beggi
beggi (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 19:09
Það hlýtur margt skemmtilegt að vera í gangi hjá þér til að skrifa um. Leiðinlegt að heyra með brjósklosið og vonandi fer það allt vel. Annars ætla ég að nota tækifærið til að bjóða þig velkomin á mánudagskvöldið. Bið að heilsa Hafrúnu, þú átt frábæra dóttir, gaman að kynnast henni.
Helga Dóra, 18.1.2008 kl. 20:29
Sæll kallinn minn....gott að sjá að þú ert farinn að blogga aftur.
Auðvitað verðum við þung og jú oft neikvæð þegar um vanheilsu er að stríða...og langvarandi verkir eru ekki til að "peppa" mann upp ætti að kannast við það.......allar kvalirnar sem fylgja brjósklosinu og allur tíminn sem fer í að komast að og svo jafna sig þegar maður er kominn að og eitthvað er gert.Verkjalyfin skemma ekki síður.....er kominn með "diploma" í þessu hehehehe ...5 aðgerðir og í lokin spengdur.
En farðu vel með þig og við vonum að eitthvað komi útúr þessum myndum og að eitthvað verði gert sem fyrst eftir það.
Bara svo þú vitir það,ég rek sjúkraþjónustu fyrir útvalda sem eru að jafna sig eftir veikindi og eða aðgerðir og þar er fólki ofhjúkrað hehehehehe Þú ert velkominn
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 00:17
Siggi, bara láta heimilislækninn þinn hringja í Jóseppann í Stykkishólmi. Hann sker ekki nema í nauð, þrátt fyrir að vera hámenntaður skurðlæknir sérmenntaður í bakmeinafræðum.
Mæli með hans meðferðarúrræðum af góðri reynslu.
Steingrímur Helgason, 19.1.2008 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.