11.2.2008 | 15:02
Vilhjálmur: Hefði axlað ábyrgð
Mikið rosalega hefði hann Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson unnið mitt traust ef hann hefði sagt ég axla hér með ábyrgð og hætti sem borgarfulltrúi
Í staðinn var blaðamannafundur um ekkert og mýsnar hurfu inn í holurnar eða fóru út úr holunum
Þetta sýndi okkur að það skiptir engu hvað okkur sem búum í Reykjavík finnst
Og þannig mun það vera meðan þessir starfsmenn okkar eru Í Ráðhúsinu
Þar á ég við alla flokka þar sem kosnir voru af okkur og áttu í upphafi að hugsa um hag okkar
en það reyndar gleymdist strax eftir kjördag
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Minnir mann óneitanlega á skrýpaleikinn sem varð oft í Prúðuleikurunum í gamla daga.
Helga Dóra, 11.2.2008 kl. 15:48
Þetta er bara skrípaleikur frá A-Ö eru þeir ekki bara hræddir við ef Villi verður ekki oddviti lengur að þá brotni meirihlutinn. En vá hvað þetta er orðið mikið postulíns samstarf og verið að reyna að fylla upp í allar holurnar en þeir fatta ekki að holan er innan í styttunni.
Hafrún Kr., 11.2.2008 kl. 16:11
Þetta fór nú bara eins og maður bjóst við......það axlar engin ábyrgð hér á landi og hefur aldrei gert það.Enda hægt um tökin,þetta lið getur bara spilað áfram,eytt til hægri og vinstri og við borgum.Og ef því verður á þá bara verður því á.......hvað með það?
Skildi maður lifa það ár sem það verður að politíkusar taki ábyrgð á því sem þeir gera og því sem þeir klúðra?....held ekki
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:27
Prúðuleikararnir voru skemmtilegri & höfðu lágmarks siðferðiskennd.
Steingrímur Helgason, 11.2.2008 kl. 20:38
Þetta er þvílíkt hallærismál að það er varla hægt lengur að ræða um þetta ógrátandi. Hafðu það gott.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 16:15
Æi já, fyrst var þetta svolítið spennandi, en núna er þetta bara orðið ferlega vandræðalegt og hundleiðinlegt.
Jónína Dúadóttir, 13.2.2008 kl. 06:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.