18.3.2008 | 11:05
Pabbi minn er 90 ára í dag
Já í dag er stór dagur hann fósturfaðir minn er 90 ára í dag
Sem sagt fæddur 18 mars 1918 frostaveturinn mikla
Hvað get ég sagt annað en ELSKU PABBI TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN OG TAKK FYRIR ALLT
þegar ég var 3.ja ára fór ég í fóstur vestur í Ísafjarðardjúp til ömmusystur minnar og mansins hennar í fóstur.
Ekki man ég nú mikið eftir þeirri ferð nema smá af flugferðinni.
Í Miðhúsum fékk ég gott og kærleiksríkt uppeldi og það merkilega er að mér finnst hann pabbi ekkert hafa breyst allan þennan tíma.
Rólegur hæglætismaður með fallegt bros og bara yndislegur maður.
Árin í Miðhúsum voru mér góð á allan hátt og hafa reynst mér vel sem veganesti út í lífið þó ég hafi ekki alltaf farið eftir því sem ég lærði þar,þá kom að því að ég þroskaðist nó til að kunna að meta og notfæra mér það sem mitt góða og fallega uppeldi gaf mér.
Það hefur verið mér umhugsunarefni núna þegar umræðan hefur staðið sem hæst um fóstur heimili og uppeldisstofnanir sem voru til á þessum tíma hversu einstaklega ég var heppinn að fara í Miðhús.
Þar fékk ég yndislega fósturforeldra og 5 fóstursystur ;) JÁ ÉG VAR OG ER RÍKUR MAÐUR
Þegar ég hugsa til baka finn ég kærleika og góðar tilfinningar til þessa tíma og ég er þakklátur og einstaklega heppinn maður að hafa fengið að alast upp með því fólki og í því umhverfi sem ég fékk
Elsku Pabbi til hamingju með daginn og ég hugsa mikið til þin
Kveðja Siggi
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Prentaði út færsluna þína og fer með hana til pabba í dag. Gaman væri ef þú gætir komið, en það er víst ekki gott að ferðast mikið með nýspengdan háls. Gleðilega páska.
Þóra sys (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:21
Innilega til hamingju með hann föður þinn Sigurður minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 12:12
Til hamingju með pabba þinn
Jónína Dúadóttir, 18.3.2008 kl. 12:21
Innilega til hamingju með 90 ára áfangann afi :)
Biðjum innilega vel að heilsa.
Hafrún Kr., 18.3.2008 kl. 13:37
hugsa sér hvað það er dýrmætt að eiga fallegar æskuminningar, við megum ekki gleyma því hvað við getum haft mikil áhrif á börnin okkar
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 18.3.2008 kl. 13:55
Till lukku með gamla. Frétti að heilsan þín sé öll að koma til. Gangi þér vel.
Helga Dóra, 18.3.2008 kl. 15:06
Falleg afmæliskveðja frá þér Siggi & til hamíngju með hann pabba þinn.
Gott líka að sjá jákvæðnina um uppeldið sem að oftlega lýtur í gras fyrir því að búa frekar til vinsælla fréttaefni um það sem vissulega miður fer.
Steingrímur Helgason, 18.3.2008 kl. 23:12
Til hamingjumeð pabba þinn.
Eyrún Gísladóttir, 19.3.2008 kl. 17:57
Innilega til hamingju með pabba þinn. VOna að heilsan hjá þér sé þokkaleg og gleðilega páska
Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 01:02
Knús Siggi min til þín og Arnaldar "litla"
Vinkona 200?-???? (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 22:10
Gleðilega páska
Jónína Dúadóttir, 23.3.2008 kl. 06:13
Gleðilega páska krúttsprengja, vonandi er bloggleysið afþví að þú er með svo mikla orku eftir aðgerðina. Luvja
Helga Dóra, 23.3.2008 kl. 11:03
sæll Siggi.Til hamingju með kallinn og aðgerðina og bara allt gamalt og gott.
kveðja frá ólafsvík Davíð og Bylgja systir
Davíð Þorvaldur Magnússon, 30.3.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.