Hollvinir Hallargarðsins hittast við Fríkirkjuveginn

bilde

 

Hollvinir Hallargarðsins hittast við Fríkirkjuveginn mynd Fríkirkjuvegur 11. Á morgun sunnudaginn 20. apríl kl. 13 verða stofnuð Hollvinasamtök Hallargarðsins. Undirbúningshópurinn hafði auglýst opið hús að Fríkirkjuvegi 11 kl. 13-14 en síðdegis á föstudegi bárust boð um að búið væri að banna borgarminjaverði að sýna húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. „Reynt verður að fá Ólaf F. Magnússon borgarstjóra til að breyta þessari ákvörðun. Í garðinum verður stutt dagskrá þar sem m.a. Nikulás Úlfar Másson, formaður Húsafriðunarnefndar flytur ávarp, íbúi við garðinn segir frá lífinu í Hallargarðinum og Jón H. Björnsson, sem hannaði garðinn sem almenningsgarð veitir leiðsögn um hann. Fundarstjóri verður Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur. Hollvinir Hallargarðsins eru hvattir til að fjölmenna kl. 13 á morgun við Fríkirkjuveg 11. Boltar og börn velkomin!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Hæhæ gaman að sjá að þú kannt ennþá á lyklaborð    Fyrsta heimadeildin mín í leynifélaginu góða var í kjallaranum í þessu húsi.... Góða minningar þaðan....

Helga Dóra, 19.4.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Velkominn

Jónína Dúadóttir, 19.4.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessaður og sæll. Vona að ykkur gangi vel í þessum samtökum og að skemmdir verði ekki unnar á húsi og garði.  Kveðja til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Austurvöllur á Ísafirði er systurgarður Hallargarðsins.  'Eg hef í mörg ár barist fyrir því að hann verði ekki eyðilagður.  Það hafa reyndar fleiri lagst á Árarnar, nágrannar garðsins, svo og garðyrkjumeistarar til dæmis Samson, Einar Sæmundsson og Jón H. Björnsson sem teiknaði báða garðana.  Þetta eru einu garðarnir á Íslandi sem eru teiknaðir undir áhrifum frá Kanadískum arkitektúr, og þeir eru báðir mjög merkilegir.  Það á að friða þá báða, og það sem fyrst, í sögulegu samhengi.  Gangi ykkur vel þarna fyrir sunnan með Hallargarðinn ég einbeiti mér að Austurvellinum.  Reyndar viðurkenndi bæjarstjórinn í gær við Samson að ég hefði barist einna harðast fyrir friðun garðsins gegnum tíðina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hólmar Karlsson

Höfundur

Sigurður Hólmar Karlsson
Sigurður Hólmar Karlsson

Sigurður 47 ára  Fæddur í Reykjavík ólst upp  Miðhúsum í Ísafjarðardjúpi

netfang : siggiholmar@gmail.com

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • P7030089
  • P7030086
  • P7030085
  • 000_0466
  • 000_0467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband