9.11.2008 | 21:14
ER ÞAÐ SVONA SEM OKKUR LÍÐUR??
Ég sit í horninu og ætla að verjast
en get ég það.Kvíðinn bíður við útidyrnar,við gluggana við svalar hurðina.
Hann bíður færis að ráðast á mig þar sem hnipra mig saman í horninu.
Hræddur óöruggur og kvíðinn
Hann bíður og veit að brátt mun þrek mitt lamast
það getur ekki haldið út mikið lengur.
Augun í mér eru flóttaleg hjartað berst um öll ljós eru kveikt en samt er algert myrkur.
Ég reyni að stynja upp orðum en þau sitja föst það er ekkert hægt að segja,
Ég vil ekki gefast upp en þróttur minn þverr.
Hvað er hægt að halda þetta út lengi. kaus hana frekar en að tala.
Já það er engum um að kenna nema mér sjálfum.
Tók þátt í brjálæðinu þakkaði bara pent fyrir ,barst á og lifði góðu lífi eins og þetta tæki engan enda,
Svo endaði þetta og þess vegna sit ég hér í myrkri og kulda,
já það er kallt.rakt og myrkur þar sem ég er.
Samt er ég bara á mínum venjulega stað og enginn annar finnur fyrir kuldanum rakanum og myrkrinu.
því ég hef búið það til í Huga mínum.
Og kemst ekki frá því er innilokaður,marinn í maganum eftir hnútinn sem hefur verið að koma sér þar fyrir lengi.
Hjartslátturin meiðir mig og gerir mér ófært um að tala,hræddur um að brotna,það gerir maður ekki því þetta er jú allt manni sjálfum að kenna. Það er ekki við neinn að sakast nema mig og bara mig Íslendinginn
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líður ekki svona og vona svo sannarlega að þér líði ekki svona heldur
Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 05:48
Vá, mögnuð lesning.... Líður stundum svona.... Sendi þér knús og vona að þér líði ekki svona.....
Helga Dóra, 10.11.2008 kl. 10:21
Ég ætla rétt að vona að 1 persónu skrifin séu til að gera skáldverkið áhrifaríkara
Þóra sys (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:01
já Þóra mín það er skáldað en þó ég sé bara hress eru svo margir sem eru í þessari stöðu
en allt gott af mér
Sigurður Hólmar Karlsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.