21.1.2008 | 12:02
Horfin vinur
Góðan dag
Í dag ætla ég að láta hugann reika aftur í tíman
ástæða þess er að ég ætla að fylgja fyrrum samstarfsfélaga til grafar
Hann hét Halldór Sveinbjörnsson
Við unnum saman hjá Á.T.V.R. á Ísafyrði 1982 þá var ég aðeins 21 árs og hann gamall maður að mér fannst þá
Oft var gaman hjá okkur í vinnunni og mikið spjallað Dóri eins og ég kallaði hann og Jónatan sem þá var útsölustjóri þar voru góðir við strákpjakkinn og Tóku mér vel,ekki vorum við alltaf sammála en málin voru rædd og alltaf fundin flötur á þeim sem við gátum sæst á
Og held bara að þetta hafi verið eitt besta tímabil sem ég hef átt í vinnuferlinum.
Ja eins og ég segi var mikið spjallað og margt lærði ég af Halldóri sem ég hef getað nýtt mér eitt er mér mjög minnistætt það var þegar hann sagði að það borgaði sig ekki að segja"GERÐU EINS OG ÉG SEGI EN EKKI EINS OG ÉG GERI" HELDUR VÆRI BETRA AÐ SEGJA SVONA GERI ÉG ÞETTA ÞAÐ VÆRI KANNSKI GOTT HJÁ ÞÉR AÐ GERA ÞAÐ EINS ORÐ SEM ÉG HEF REYNT AÐ TILEINKA MÉR .
Já Halldór sagði mér margar sögur frá fyrri tímum og naut ég þess að hlusta á hann
og hann kenndi mér svo margt.
eftir að við báðir vorum fluttir suður rakst ég stundum á hann á Eiðistorgi og heilsaði hann mér alltaf jafn hlýlega sennilega hef ég alltaf verið strákpjakkurinn í hans huga en það var líka bara notalegt.
Nú kveð ég þennan vin og fyrrum samtarfsfélaga með virðingu og vináttu í huga
Ég votta aðstandendum hans og vinum mína dýpstu samúð
Sigurður Hólmar Karlsson
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.