24.1.2008 | 20:49
Hnífaset í bakið en vantar í hálsinn
Ætla ekki að fjalla um pólitík núna
en af því að allir eru að stinga alla í bakið með misgóðum hnífum
þá er ég einn af þeim sem er að bíða eftir hnífasetti í hálsinn
Er semsagt ekkert að lagast af brjósklosinu og vona að það verði farið að fá hnífa til aðgerðar
En eins og allir vita hafa hnífar gengið kaupum og sölu undanfarði og skulum við nú vona að þeir verði grafnir eða fari bara á skurðstofurnar
Vona allavega að eitthvað fari að gerast í þessu veseni á mér og ég geti byrjað að vinna aftur.
Þó svo ég standi frammi fyrir erfiðri ákvörðun eða réttarasagt staðreynd sem er
GET ÉG UNNIÐ VIÐ UMMÖNNUN FATLAÐRA ÁFRAM
ein besta og skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið
Kannski ekki sú best launaðasta í peningum en mjög gefandi á svo margan annan hátt
og samstarfsfólk mitt í Hátúni 12 eitt það skemmtilegasta sem hægt er að finna
Er þetta nokkuð dulbúin atvinnuauglýsing
Lifið góðu lífi og farið varlega í umferðinni
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þarf að fara og kaupa mér hárbeitt hnífasett og læknabók og kassa af viský og láta svo húsbandið skera mig upp, við hljótum að geta lesið okkur áfram, ekki gerist neitt í doksa deildinni, þeir virðast ekkert geta fundið hvað er að. Ég er frekar hundpirruð orðin á þessu.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 22:08
Ég á þetta líka rosalega fína og glansandi hnífasett til sem telur um 24 hnífa af öllum gerðum og lengdum.Ég á til wisky og sterkar verkjastillandi(nokkra pakka)góða lund,nóg pláss og laus rúm.......hvað er hægt að biðja um meira?jú og svo hefur mig alltaf langað til að spreyta mig á hjúkrun.............á ég ekki bara að opna fyrir móttöku?.....og og og jú eitt enn....ég er ekki skjálfhentur
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 03:21
Ekki þýðir fyrir mig, að gefa mig fram í að gera neinar svona aðgerðir, það líður yfir mig ef ég sé mikið af blóði... Ekki hentugt sko, en ég vona að einhver og þá helst einhver sem þarf ekki að lesa sig til jafnóðum, fáist til að nota hnífasettið sitt á hálsinn á þér Annars verð ég að segja að tilboðið frá Júlíusi hljómar stórvel... með einni smá undantekningu þó...
Jónína Dúadóttir, 25.1.2008 kl. 06:43
Pabbi við mössum þetta bara.
Ég á hérna hnífasett sem ég fékk fyrir jól
Lætur mig bara vita ef ég á að bjarga þessu hehe.
Hafrún Kr., 25.1.2008 kl. 16:20
Fallegi maður þetta er ekkert mál ég fékk sko TUPPERVER hnífa í jólagjöf frá háaldraðri dóttir minni (ég gaf henni í afmælisgjöf á afmæli 17 des staf og göngugrind í jólagjöf ) Ég á bæði Heimilislæknirinn og lyfjabókina (mjög nauðsynlegt á sínum tíma ) Við reddum þessu Hvað með mánudaginn
Erna Borgþórsóttir (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 18:04
ég á fullt af fínum bókum, er náttúrulega næstum því orðin hjúkka (er á önn tvö af átta...) ég er laus á mánudaginn :) æi elsku siggi hvað ég vona að þetta fari að ganga í gegn hjá þér, biðjum fyrir þvi !!
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 25.1.2008 kl. 18:43
Gangi þér vel í uppskurði Siggi minn og góðan bata. Við skulum vona að þessi hnífasett endi á skurðdeildum landsins, gæti lækkað kostnaðinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.