Mannleg mistök aðgerð frestað en gleymdist að láta sjúklinginn vita

Jæja hér er ég enn. Sick

Mætti samt galvaskur á deild b6 kl 7.45 í morgun eftir andvöku nótt í kvíðakasti og Tekið var á móti mér og ég fékk spítalabúning og sótthreinsunar sturtan var búinn ég búinn að fá stofu og rúm og var að fara upp í rúmið þegar það kom í ljós að aðgerðinni hafði verið frestað og gleymdist að láta sjúklingin vitaWink það reyndar var annar nafni minn þarna mættur sem átti að fara í aðgerð LoLSem betur fer mætti hann því ég var kominn á stofuna hans og á leið í rúmið hans og hefði sennilega farið í aðgerðina hans líka ef hann hefði að einhverjum orsökum forfallast sem hefði ekki verið gott því hann var ekki að fara í eins aðgerð og ég Tounge

Mannlegum mistökum var borið við og trúi ég því alveg en það minkar ekkert svekkelsið yfir að þurfa að bíða fram á föstudag og aftur fasta og allt það.

getur verið að álagið á starfsfólki sjúkrahúsanna sé of mikið ? bara svona að velta því fyrir mér

þar sem mér finnst sjúklingur ekki aukaleikari í aðgerð þannig að það er slæmt ef hann er ekki látinn vita af breytingum á aðgerðardegi  Gasp

en ég sem sagt verð skorinn þann 29 febrúar reyndar flott dagsetning Smile

en ætla að fara að leggja mig núna

Hafið það sem best og takk fyrir góðar óskir þær fylgja mér fram á föstudag 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sjúklingurinn getur ekki verið annað en aðalleikarinn í aðgerðinn, af því að ef hann mætir ekki þá er engin aðgerð

Samt gott að þú þarft þá bara að bíða í tvo daga, gat svo sem verið verra

Jónína Dúadóttir, 27.2.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hjúkket Siggi minn, satt segir þú, það hefur nefnilega komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hefur verið skorið upp við einhverju öðru en það sem hrjáði þá.  Matthías Kristinnsson varð til dæmis fyrir því að það var tekinn af honum fóturinn í misgripum.   Svona getur þetta nú verið.  En þá er bara að taka á henni þolinmæði og SLAKA Á MINN KÆRI.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Djö. hefði ég orðið reið. Jæja, allavegana gott að þú fórst ekki í vitlausa aðgerð, verður maður ekki að horfa á bjartari hliðarnar. ??

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég hef mestar áhyggjur af því að þú fallir úr hor af að fasta svona oft elskan mín

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:07

5 identicon

Vá sjúkket maður munaði mjóu.... ég horfði sko á skemmtiþátt í sjónvarpinu hér í Sverige þar sem sjúklingur hafnaði í rangri aðgerð... var skorin upp hann sem ætlaði í smá aðgerð útaf einhverju smávægilegu en vakanði upp sem kona.... þurfti að bíða svoleis í 2 ár þangað til hægt var að fixa málin til þannig að þetta var nú gott

Gangi þér vel á föstudaginn, Guð gefi þér styrk og kraft, mundu Hann hefur sagt "Óttast eigi óttast eigi láttu ekki hugfallast Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér" og það mun Hann gera í þessu tilviki því Hann hefur lofað því!

Anna Rósa (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 19:08

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Gangi þér vel í þessu félagi

KVeðja

Einar Örn Einarsson, 27.2.2008 kl. 23:54

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Æi ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2008 kl. 00:13

8 identicon

Sennilega mannekklan þarna og allir orðnir úttaugaðir af aukavöktum en er þetta ekki bara íslenska heilbrigðiskerfið í hnotskurn í dag......nema þú hafir verið svona óþekkkur þarna uppfrá?

en hvað um það...sömu óskir fyrir föstudaginn og voru fyrir daginn í dag.........gangi þér vel og góðan bata....... 

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 01:56

9 Smámynd: Hafrún Kr.

gangi þér vel elsku krúttið mitt. Mundu bara að á meðan þú ert að jafna þig þá er síminn minn alltaf opinn og þú yrðir alls ekki að trufla mig :)

Og mundu að þú ert æðislegur og mér þykir rosalega vænt um þig.

Takk fyrir að vera pabbi minn hehe smá væmniskast.  

Hafrún Kr., 28.2.2008 kl. 23:37

10 Smámynd: Helga Dóra

Vona að taka 2 hafi gengið betur og þú hafir verið skorinn upp og á réttum stað. Hva, er svo bara mætt sænskt trúboð á svæðið, það er ekkert annað. Gangi þér vel vinur, sendi þér strauma

Helga Dóra, 1.3.2008 kl. 11:43

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vonandi kominn heim í fínu lagi, góðan bata

Jónína Dúadóttir, 2.3.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hólmar Karlsson

Höfundur

Sigurður Hólmar Karlsson
Sigurður Hólmar Karlsson

Sigurður 47 ára  Fæddur í Reykjavík ólst upp  Miðhúsum í Ísafjarðardjúpi

netfang : siggiholmar@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P7030089
  • P7030086
  • P7030085
  • 000_0466
  • 000_0467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband