Hverrar trúar sem þú ert þá er þetta svo góð hugleiðing

Það er eitthvað við þetta bréf sem sagði mér að hægja aðeins á mér og skoða verðmætamat mitt

þess vegna set ég þetta hér inn ef einhver er í sömu stöðu og ég var þegar ég fann þetta bréf Cool

Kæri vinur minn

Ég verð að setjast niður og skrifa til að minna þig á nokkuð sem er mjög mikilvægt fyrir mig.

Ég elska þig. Ég sá þig í gær á tali við vini þína og mig langaði til að tala við þig líka.

Ég beið allan daginn en þú hafðir aldrei samband. Ég vonaðist til að við gætum fundið tíma til að tala um kvöldið en ég veit að þú hafðir margt annað að hugsa um.

Þegar líða tók á daginn þinn sendi ég svalan andvara til að þú yrðir endurnærður eftir langan dag. Ég lét sérstakan ilm í loftið frá blómunum við heimreiðina en ég held að þú hafi ekki tekið eftir því þegar þú hraðaðir þér fram hjá. Mér þykir leitt að þú þurfir alltaf að flýta þér svona mikið.

Ég fylgdist með þér sofna í gærkvöldi og mig langaði til að snerta andlit þitt eða strjúka hárið svo ég sendi örlítið tunglsljós á andlit þitt og koddann.

Þegar þú vaknaðir í morgun vonaði ég að við gætum átt örlítinn tíma saman svo mig langaði til að flýta mér niður og tala við þig en ég hugsa að þú hafir verið of seinn í vinnuna.

Tár mín voru í regninu. Ég á svo margar gjafir handa þér,

svo mikið að segja þér, svo margt dásamlegt fyrir þig að upplifa því ég elska þig svo mikið.

Þannig er eðli mitt eins og þú veist. Gerðu það talaðu við mig, biddu mig um hjálp.

Ég þekki dýpstu þrár hjarta þíns og mig langar svo til að vera náinn þér.

Ást mín til þín er dýpri en úthöfin, stærri en þú gætir ýmindað þér.

Ég þrái að við eyðum tíma saman, aðeins við.

Það særir mig að sjá þig svo leiðan í dag.

Ég skil í raun hvernig það er þegar vinir bregðast.

Ég veit að hjarta þitt verkjar.

Ég ætla að hætta núna því ég veit að þú átt mjög annríkt og ég vil sannarlega ekki áreita þig .

Þér er frjálst að kjósa mig "á minn hátt" eða ekki ,

- það er þín ákvörðun.

Ég hef þegar valið þig.

Elsku vertu ekki of lengi að velja og mundu að Ég elska þig.

VINUR ÞINN GUÐ...

ef þetta getur fært einum einstaklingi bros þá er markmiðinu með birtingu þessa bréfs náð 

eigið góðan dag

kveðja siggi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst þetta svo fallegt

Jónína Dúadóttir, 31.1.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Helga Dóra

Ég brosti

Helga Dóra, 31.1.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Þá er tilganginum náð

Sigurður Hólmar Karlsson, 31.1.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Góð hugvekja Siggi minn.  Og þörf ábending um hvernig við viljum eyða tíma okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 14:07

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég brosi enn og hef brosað lengi, ég fann minn Guð þegar ég var ung og hann er alltaf til staðar.  Hann er samt ekki eins og Guð annarra.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 21:10

6 identicon

Sigurður....þú lofaðir að birta ekki bréfið þegar ég sendi það

Þetta var fallegt og þarft að lesa,vekur mann til umhugsunar.........

að norðan

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hólmar Karlsson

Höfundur

Sigurður Hólmar Karlsson
Sigurður Hólmar Karlsson

Sigurður 47 ára  Fæddur í Reykjavík ólst upp  Miðhúsum í Ísafjarðardjúpi

netfang : siggiholmar@gmail.com

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P7030089
  • P7030086
  • P7030085
  • 000_0466
  • 000_0467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1082

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband