5.2.2008 | 19:06
Þá er Kominn ákvörðun!!!
Jæja lítið búið að blogga undanfarið enda lítið að gerast á þessum bæ
en nú er búið að ákveða að skera drengin eftir 3 vikur ca og er það vel.
þá er bara að vona að allt gangi vel enda ekki ástæða til að ætla annað
En það var líka ákveðinn léttir að vita að ég yrði skorinn því mér var farið að líða þannig að það væri líklega ekkert að mér nema móðursýki og þar sem ég hafði ekki útbrot né hita fannst mér að fólk tryði því ekki að ég væri veikur
þó svo að verkirnir væru til staðar og ég gengi eins og spýtukall þá var þetta tilfinningin
en nú er semsagt ég orðinn skurðhæfur og þar með fékk ég staðfestingu á að vera ekki móðursjúkur.
Eigið gott kveld og njótið ykkar
kveðja
Siggi
P.s.
Þegar að þér er þrengt og allt hefur snúist gegn þér,
þar til þér um síðir finnst að þú munir ekki þola við mínútu lengur...
þá máttu ekki gefast upp, því einmitt þá er komið að þeim
stað og stund þegar breyting mun verða á.
( HARRIET BEECHER STOWE )
Um bloggið
Sigurður Hólmar Karlsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf gott þegar maður veit að maður þjáist ekki af móðursýki heldur alvöru veiki. Hef lent í þessu, vont stundum að vera ekki með mjög sýnilega galla, en það smá venst. Gott að það er kominn tími á þetta.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 19:43
Hey, ég kannast við þetta,,, afþví að það sést ekki á manni og maður er ekki með hækjur eða hendina í fatla að þá er ekkert að manni nema móðursýki og haustiríki. (Nýyrðið mitt yfir að vera hustirískur) En þetta er óþolandi annskoti.
Gott að það er eitthvað að skýrast í þessum málum hjá þér.
Hey, frétti að þú hefðir staðið þig vel í bakarahlutverkinu í tilefni bolludagsins, hefði verið gaman að sjá það.
Eitt enn ég á góða mynd af þér síðan á naglahelginni góðu í Kirkjulækjakoti. Sendi þér hana.
Helga Dóra, 5.2.2008 kl. 21:19
Flott að það á að fara að gera eitthvað í þessu, loksins
Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 22:01
Til hamingju með daginn pabbi :)
Hafrún Kr., 6.2.2008 kl. 07:50
Hnífasett í afmælisgjöf Innilega ti hamingju með afmælið og hnífadæmið.
Þóra (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:19
jæja já.......þar kom að því...guttinn orðinn stór eða réttara sagt eldri
Ti lukku með daginn kallinn minn.......maður þarf að fara að yngja upp í vina og kunningjahópnum með þessu áframhaldi
að norðan
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.